Pæjumótið er hafið

Pæjumótið hófst í morgun á Siglufirði og hafa nú þegar nokkur úrslit litið dagsins ljós.

5. flokkur.

KF1 lék við Fjarðabyggð3  og vannst leikurinn 4-2.  KF1 lék líka við Álftanes og tapaði þeim leik 1-4. Í sama flokki lék KF2 við KR1 og tapaði 0-5. KF2 lék líka við Fjarðabyggð1 og tapað einnig 0-5.

6. flokkur b.

KF1 vann BÍ/Bolungarvík 5-0 og KF1 tapaði svo 0-1 fyrir Þrótti2. KF2 gerði jafntefli við Álftanes, 2-2 og tapaði 1-5 fyrir Snæfellsnes.

7. flokkur c.

KF tapaði fyrir Stjörnunni1, 0-5.