Pæjumótið er hafið á Siglufirði

Pæjumótið í kvennaknattspyrnu hófst í morgun kl.9:30 á Siglufirði með leikjum á 7 völlum. Spilaður er minni bolti í 5.-7. flokki.

Pæjumót TM er fyrir stúlkur í 7.-6. og 5. flokki. Einnig verður keppni í 4. flokki og spila 11 í liði og verður keppt á Ólafsfirði og er það nýtt fyrirkomulag á Pæjumótinu.

Þau lið sem keppa á pæjumótinu eru:

KF, Stjarnan,Fram, KA,Þór,BÍ/Bolungarvík,Keflavík,Fylkir,Þróttur Reykjavík,Leiknir,Grindavík,Völsungur,FH,Höttur,Valur,Afturelding

Dagskráin um helgina

Föstudagurinn 5. ágúst

07:00-10:00 Morgunmatur í Allanum

08:00-12:00 KS-skrifstofan opin, afhending armbanda, mótsmöppu og mótsgjafa.

09:30-18:00 Leikir samkvæmt leikjaplani

12:00-14:00 Vallarnesti fyrir keppendur

18:00 Leikhópurinn Lotta sýnir leikrit

17:00-19:45 Kvöldverður á Allanum

20:00-22:00 Skemmtidagskrá á Torginu

Laugardagur 6. ágúst

07:00-10:00 Morgunmatur í Allanum

08:00-19:00 Leikir samkvæmt leikjaplani

12:00-14:00 Vallarnesti fyrir keppendur

16:30-19:45 Kvöldverður á Allanum

20:00-22:00 Skemmtidagskrá á Torginu. Friðrik Dór Jónsson

Sunnudagur 7. ágúst

07:00-09:00 Morgunmatur í Allanum

08:00-15:00 Leikir samkvæmt leikjaplani

12:00-14:00 Grillað

15:30 Áætluð mótsslit