Pæjumót Rauðku og SPS fer fram á Siglufirði um helgina. Mótið er nokkrum minna í ár en undanfarin ár og er nú tveir dagar í stað þriggja. Liðin sem koma í ár eru: KA, Þór, Keflavík, BÍ/Bolungarvík, Afturelding og Stjarnan. Pæjumótið var fyrst haldið árið 1991 og er þetta því 25. mótið sem haldið er á Siglufirði.

Mótið hefst á laugardaginn kl. 09:30 og verður spilað fram eftir degi. Ýmis afþreying verður í boð fyrir keppendur og fylgdarfólk á mótssvæðinu sem og á Rauðkusvæðinu þegar leikjum lýkur. Á sunnudeginum hefjast leikir kl 09:30 og áætluð mótslok eru um kl. 13:30.

Keppt verður í 6. og 7. flokki ásamt 8.flokki og er metnaður KF og félagsmanna að mótið verði keppendum og fylgdarfólki eftirminnilegt.

Bæjarbúar eru hvattir til að kíkja suður á Hól og fylgjast með krökkunum takast á innan vallar og skemmta sér.

Pæjumótið 2013