Pæjumótið á Siglufirði

Hið árlega Pæjumót Knattspyrnufélags Fjallabyggðar verður haldið laugardaginn 12. ágúst.  Keppt verður í 6. og 7. flokki kvenna en að þessu sinni verður Pæjumótið dagsmót. Flestir keppendur mæta á föstudag en allir leikir fara fram á laugardag á Siglufjarðarvelli. Það eru 32 lið skráð til leiks sem koma frá 8 félögum.

Fyrstu leikir byrja kl. 9.30 á laugardagsmorgun og verður spilað fram á miðjan dag. Félögin sem taka þátt á mótinu í ár eru: KF, KA, Þór, Kormákur, Hvöt, Haukar, Fram og Vestri. Veður spáin er ágæt og er spáð heiðskíru veðri, en ekki miklum hita, og því er gott að klæða sig eftir veðri og kíkja á völlinn og styðja stelpurnar.