Gul viðvörun á á Norðurlandi og víðar. Versnandi skilyrði eru á vegum víða á Norðurlandi og helstu fjallvegir lokaðir, þá er snjóþekja eða hálka víða og hvasst.

Öxnadalsheiði var lokuð í morgun og verða næstu upplýsingar um opnun hennar kl. 17:00 hjá Vegagerðinni. Þverárfjall er einnig lokað. Skrafrenningur og hálka er á Siglufjarðarvegi og éljagangur og hálka á Ólafsfjarðarvegi.