Öxnadalsheiði lokuð

Hríðarveður er á Norðurlandi, allt austur í Þingeyjarsýslur og víðast snjóþekja eða hálka. Það er mjög hvasst og hviðótt milli Sauðárkróks og Varmahlíðar en ekki síður á Siglufjarðarvegi og í Ólafsfjarðarmúla. Öxnadalsheiði er lokuð.

Á Norðurlandi er víða stormur, ofankoma og skafrenningur. Hviður fara sums staðar í 45 m/s Norðanlands s.s. í Eyjafirði.  Lagast lítið eitt yfir miðjan daginn en versnar síðan aftur þegar lægðarmiðjan kemur til baka.

Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar nú í morgun.