Óvissustigi aflýst í Ólafsfjarðarmúla

Búið er að aflýsa óvissustigi vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla og á Siglufjarðarvegi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hálka er á flestum leiðum á Norðurlandi. Búið er að opna veginn um Þverárfjall en Víkurskarð er enn lokað.