Óvissustig vegna snjóflóðahættu á Siglufjarðarvegi

Óvissustig vegna snjóflóðahættu á Siglufjarðarvegi er nú í gildi. Vegfarendur sýni aðgát.

Hálka eða snjóþekja eru á öllum helstu leiðum á Norðurlandi. Þæfingsfærð er á Þverárfjalli með skafrenningi.

Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.