Óvissustig vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi

Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á Norðurlandi.

Það hefur verið nokkuð stíf N-læg átt með snjókomu síðan í gærmorgun (mánudag) og talsverð úrkoma mæld á annesjum Norðanlands. Í gær féll snjóflóð yfir Ólafsfjarðarveg og lokaði honum en í dag sáust talsvert stór snjóflóð úr Ósbrekkufjalli í Ólafsfirði og féll eitt þeirra fram í sjó. Búist er við stífri N- og NA átt með snjókomu og éljum fram yfir helgi.
Ekki er talin hætta í byggð sem stendur en viðvörun hefur verið gefin út fyrir hesthúsahverfi í Ólafsfirði undir Ósbrekkufjalli. Náið verður fylgst með veðri og aðstæðum næstu daga.