Óvissustig vegna óveðurs

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að lýsa yfir óvissustigi á landinu vegna óveðurs, í samráði við alla lögreglustjóra landsins. Óvissustig einkennist af atburðarás sem er hafin og ætla má að geti leitt til þess að öryggi fólks og/eða byggðar sé stefnt í hættu. Á þessu stigi hefst samráð milli almannavarna og þeirra stofnana sem málið varðar. Athuganir, rannsóknir, vöktun og mat er aukið. Atburðurinn er skilgreindur og hættumat framkvæmt reglulega til að meta stöðuna hverju sinni. Fylgist með frekari upplýsingum fra Almannavörnum, á Facebook www.facebook.com/Almannavarnir veðurspá á www.vedur.is, færð  á vegum www.vegagerdin og upplýsingum á textavarpinu, www.textavarp.is .