Óvissustig á Siglufjarðarvegi og Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóðahættu
Óvissustigi er lýst yfir í dag vegna snjóflóðahættu á Siglufjarðarvegi og Ólafsfjarðarmúla.
Þæfingsfærð er á Siglufjarðarvegi og Svalbarðsströnd að Grenivík en unnið að mokstri. Snjóþekja er á Þverárfjalli en hálka á flestum leiðum. Víkurskarð er lokað vegna vegna snjóa.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.