Óvissumessa í Siglufjarðarkirkju

Nýtt siglfirskt messuform, Óvissumessa, verður haldin í Siglufjarðarkirkju kl. 17:00 í dag, sunnudaginn 29. október. Frá þessu er greint á Siglfirðingur.is. Íslensk og erlend dægurlög verða fyrirferðamikil í messunni. Um 40 manns sjá um tónlistarflutning. Konfektkaffi í boði SR verður í anddyri kirkjunnar að messu lokinni. Sem sagt mjög spennandi messa sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

Nánari upplýsingar á vef Siglfirðings.is