Óvissa um húsnæðismál félagsmiðstöðva í Fjallabyggð

Í nýjum málefnasamningi meirihlutans í Fjallabyggð er fjallað um flutning Tónskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði úr núverandi húsnæði, yfir í Tjarnarborg. Slíkt myndi óhjákvæmilega hafa áhrif á starfsemi og húsnæðismál félagsmiðstöðvarinnar í Ólafsfirði. Einnig þarf að hafa í huga húsnæðismál félagsmiðstöðvarinnar á Siglufirði, þegar grunnskólinn fer með sína starfsemi úr húsinu við Hlíðarveg.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa Fjallabyggðar hefur verið falið að skila til Frístundanefndar Fjallabyggðar upplýsingum um þarfir félagsmiðstöðvar á rými og aðstöðu undir starfsemina.