Óveður framundan á Húsavík – skólum lokað

Vegna veðurútlits nú í kvöld og næstu nótt er ljóst að það versta af veðrinu er framundan á Húsavík og í Þingeyjarsýslum. Úrkoma og kólnandi veður segir okkur það að reikna megi með mikilli ófærð bæði í dreifbýli og sérstaklega innanbæjar á Húsavík í fyrramálið.

Vegna þessa hafa Almannavarnir í héraði og fulltrúar Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra tekið undir með og ráðlagt skólastjórnendum Borgarhólsskóla og Grænuvalla á Húsavík að hafa skólana lokaða á morgun, miðvikudag og fólk sé því ekki að fara út í veðrið og ófærðina að óþörfu með börnin sín.

Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá þessu.