Ófært um Siglufjarðarveg og Ólafsfjarðarmúla

Á Norðurlandi vestra er ófært um Þverárfjall og Siglufjarðarveg. Þæfingsfærð og stórhríð er í Langadal og á Vatnsskarði. Snjóþekja er annars víða eða þæfingur ásamt stórhríð eða skafrenning. Norðaustanlands er ófært um Ólafsfjarðarmúla, Víkurskarð og á Grenivíkurvegi. Óveður er svo á Hófaskarði en þar er einnig ófært. Þæfingsfærð og stórhríð er milli Dalvíkur og Akureyrar og á Ljósavatnsskarði en snjóþekja og skafrenningur á Öxnadalsheiði. Hálka eða snjóþekja er á flestum öðrum leiðum og víða er stórhríð.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni kl. 13 í dag.