Vegfarendur sem fara um Þverárfjallsveg númer 744 eru beðnir að sýna aðgát því þar er vegur mjög ósléttur og hraði tekinn niður í 70 km/klst. Þetta er vinsæl leið sem styttir aksturinn til og frá Siglufirði til Höfuðborgarinnar meðal annars.

Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar nú í kvöld.