Óskar Þórðarson nýr formaður UÍF

Ársþing Ungmenna- og Íþróttasambands Fjallabyggðar var haldið í gær og fór það fram í Vallarhúsinu á Ólafsfirði. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf auk afgreiðslu á reglugerðarbreytingum.
Nýr formaður var kjörinn, Óskar Þórðarson, en hann hefur verið varaformaður undanfarin ár. Aðrir í stjórn voru kjörnir Eva Björk Ómarsdóttir, Arnheiður Jónsdóttir og Anna Þórisdóttir, sem allar áttu sæti í stjórn áður, og Kristján Hauksson sem kemur nýr inn í stjórnina.
Varamenn voru kjörin þau Jón Garðar Steingrímsson og Jónína Björnsdóttir.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá UÍF.