Óskað er eftir áhugasömum rekstraraðilum til að taka að sér rekstur og starfsemi skíðasvæðisins í Skarðsdal á Siglufirði, með það að markmiði að efla skíðaiðkun, auka aðsókn að skíðasvæðinu og byggja upp jákvæða ímynd þess.
Gerður er sérstakur rekstrarsamningur við rekstraraðila sem kveður á um veita þjónustu, skyldur og skilmála. Samningurinn er til þriggja ára með möguleika á framlengingu.
Um er að ræða rekstur á skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði, lyftum og búnaði og öllum þeim tækjum sem tilheyra rekstrinum, troðsla og umsjón með gönguskíðabrautum auk reksturs skíðaskála og veitingasölu.
Við val á rekstraraðila verður viðhaft samningaferli.
Áhugasamir eru beðnir að skila inn umsókn fyrir 1. ágúst nk. á netangið kolbeinn@graenafl.is ásamt smá greinargerð um framtíðarsýn þeirra varðandi rekstur skíðasvæðisins.
Nánari upplýsingar veitir Kolbeinn Óttarsson Proppé í s. 659 0860.
Stjórn Leyningsáss ses.