Óskað eftir gömlum myndum úr fiskvinnslu frá Dalvík

Ljósmyndahópur skjalasafnsins á Dalvík hefur í haust unnið með myndir úr Dalvíkurbyggð sem tengjast sjávarútvegi og fólki við störf í fiskvinnslu og við fiskveiðar. Stefnt er að því að sýna afraksturinn í næsta hádegisfyrirlestri þann 4. desember. Þetta kemur fram á vef Bóksafns Dalvíkurbyggðar.

Talsvert er til af myndum á skjalasafninu og hefur tíminn fram að þessu farið í að greina þær og skrá. Nokkrar myndir hafa borist eftir að vinna hófst en það vantar sárlega myndir frá Árskógsströnd og frá tímabilinu eftir 1970.  Ekki er verið að tala um að myndirnar verði afhentar frekar en fólk vill en gott væri að fá þær til að skanna inn og greina.