Óskað eftir fólki við þrif eftir brunan á Hóli

UÍF hefur sent aðildarfélögum sínum eftirfarandi skilaboð:
“Aðildarfélög UÍF; eins og allir vita þá kom upp eldur á Hóli. Nú liggur við að tæma aðalhúsið, henda því sem er ónýtt og setja það sem er heilt í gám svo og að byrja þrif. Þetta er mikið verk en sé hjálpast að má gera þetta að minna verki. Því óskar stjórn UÍF eftir að formenn aðildarfélaganna kalli saman sína liðsmenn og mæti suður að Hóli með sveit vaskra manna og kvenna þriðjudaginn 29. október nk. kl. 18. Vinsamlegast látið vita hversu margir mæta frá hverju félagi þannig að skipuleggja megi verkefnið.”

KF er eitt af aðildarfélögum UÍF og Hóll er mikilvægur hluti af starfsemi KF. Því vill KF hvetja aðildarfélaga, þ.e. foreldra og aðra velunnara að gefa sér tíma á þriðjudaginn og mæta suður á Hól til að aðstoða við þrif. Hver einstaklingur og hver mínúta sem einstaklingurinn getur gefið af sér í þessu vinnu er allri íþróttahreyfingunni í Fjallabyggð mikilvæg.
KF vill biðja fólk um að láta vita ef viðkomandi kemst með því að senda mail (kf@kfbolti.is) eða hafa samband (SMS eða hringja) í síma 898-7093.

Texti: www.kfbolti.is