Óska eftir jólamyndum fyrir sýningu í Bergi

Berg menningarhús á Dalvík hefur óskað eftir að fá sendar nýjar og gamlar ljósmyndir frá aðfangadegi ásamt stuttum texta til að nota í Bergi á jólasýningunni. Sýningin ber heitið Skyggnst inn á heimili um jól. Myndirnar verða skannaðar og stækkaðar og hengdar upp á vegg í Bergi, eigendur myndanna fá svo að eiga stækkuðu myndina eftir að sýningu lýkur.

Nánari upplýsingar veitir Gréta í síma 8689393 eða á netfangið berg@dalvikurbyggd.is