Óska eftir aukafjárveitingu vegna lagfæringar á sundlauginni Sólgörðum í Skagafirði

Vegna breytinga á reglum um öryggi á sundstöðum er gert skylt að hafa öryggismyndavélar við sundlaugar. Til þess að hægt væri að hafa sundlaugina að Sólgörðum í Fljótum opna í sumar, þurfti því að setja upp slíkt kerfi. Kostnaður við uppsetninguna nemur allt að 400.000. krónum. Félags-og tómstundanefnd Skagafjarðar hafa óskað eftir því við Byggðaráð að samþykkja aukafjárveitingu vegna þessa kostnaðar.

Skólasundið í Skagafirði fer fram í sundlauginni í vetur.

Ný reglugerð segir að  tryggja þurfi að börn yngri en 10 ára fari ekki ein í sund.