Knattspyrnufélag Fjallabyggðar heimsótti Knattspyrnufélag Austfjarða í dag í 1. umferð Íslandsmótsins í 2. deild karla. Leikið var í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði. Liðin mættust tvisvar á Íslandsmótinu í fyrra og vann KF sannfærandi sigur í Ólafsfirði en leikurinn fyrir austan endaði 2-2. KFA er byggt upp af erlendum leikmönnum í bland við unga heimamenn. Í dag voru 8 erlendir leikmenn í byrjunarliði KFA og fjórir tilbúnir á bekknum til að koma inná.
KF hefur einnig verið að sækja erlenda leikmenn síðustu ár og voru sex í byrjunarliðinu í dag. Tveir ungir leikmenn voru í byrjunarliði KF í dag, fæddir 2005 og 2006 á meðan reynslumeiri leikmenn byrjuðu á bekknum. Nokkrir sterkir leikmenn hjá KF sem vanalega eru í byrjunarliði voru því á bekknum í dag, en það voru Grétar Áki, Marinó Snær og Sævar Fylkisson.
Umfjöllun
Heimenn byrjuðu leikinn betur og kom fyrsta markið eftir rúmar 10 mínútur eftir gott spil frá miðju komst KFA upp kantinn og áttu góða fyrirgjöf sem þeir skölluðu örugglega inn. Staðan 1-0 og heimamenn til alls líklegir í leiknum.
Eftir um hálftíma leik komst KF í góða sókn og sendu háan bolta inná teig, þar sem sóknarmaður KF, Adil Kouskous, tók vel á móti boltanum, lék á varnarmann og skoraði örugglega. Staðan orðin 1-1, en heimamenn höfðu verið hættulegri fram að þessu.
Aðeins örfáum mínútum eftir jöfnunarmarkið vildu heimamenn fá vítaspyrnu eftir brot, en dómarinn dæmdi aukaspyrnu á hættulegum stað. KFA skoraði örugglega úr aukaspyrnunni og komust í 2-1 og var það einnig staðan í hálfleik.
Heimamenn fengu mun fleiri færi í síðari hálfleik og spil KF gekk ekki vel og voru sendingar ekki nógu nákvæmar.
Þegar um hálftími var eftir af síðari hálfleik skoraði KFA þriðja markið eftir gott spil í gegnum vörnina og var staðan orðin 3-1.
Fjórða markið var kæruleysi í vörn KF sem tapaði boltanum á slæmum stað og KFA sótti hratt og sendu inn í teig og kom þar með fjórða markið, 4-1 og 25 mínútur eftir.
Fimmta mark heimamanna kom þegar um 15 mínútur voru eftir á klukkunni, KFA sótti hratt upp vænginn og áttu gott skot innan teigs sem fór beint í markið, staðan 5-1.
Síðasta mark leiksins kom í uppbótartíma þegar KFA sótti hratt upp hægri vænginn og sendu afturfyrir vörn KF og lúrði þar sóknarmaður KFA sem setti boltann í netið. 6-1 og urðu það lokatölur leiksins. Dómarinn flautaði þegar KF ætlaði að hefja sóknina.
Ekki góð frammistaða hjá KF í þessum leik, Javon markmaður bjargaði nokkrum sinnum vel en átti líka slaka sendingu sem skapaði mark. Sama með Jordan hann átti einnig ein slæm mistök í vörninni þar sem hann var seinn að skila boltanum frá sér í pressu sem endaði með öðru marki. Hann átti samt nokkur hættuleg upphlaup og skapaði hættu í markteig KFA og bjargaði einnig oft vel í vörninni.
Heimmenn voru bara mun betri í þessum leik og nóg hægt að laga hjá KF fyrir næsta leik.
Umfjöllun um leiki KF í sumar eru í boði ChitoCare beauty, sem eru aðal styrktaraðilar. Skráðu þig á póstlistann hjá ChitoCare og fáðu 15% afslátt af fyrstu kaupum.
