Örlygur hyggst skrifa um síldarárin 1903-1965

Örlygur Kristfinnsson safnstjóri Síldarminjasafns Íslands hefur kynnt áform sín um bókarskrif á vegum Síldarminjasafnsins þar sem síldarárunum á Siglufirði, frá 1903 til 1965 eru gerð skil. Kynnt hefur verið bókaáætlun og óskað eftir stuðningi Fjallabyggðar að styrkja útgáfuna.  Skrifin verða á árunum 2013-2018 ef af verður.

Nánar um heimildina hér í fundargerð Bæjarráðs Fjallabyggðar.

Viðbót:

Í tilkynningu frá Síldarminjasafninu er tekið fram að ekki hafi verið tekin nein ákvörðun varðandi útgáfu slíkrar bókar og fjarri lagi að það komi einn maður að slíku stórverki, heldur þyrfti einnig ritstjórn og ráðgjafanefnd. Hugmynd þessi er enn á kynningarstigi stendur í tilkynningu.

Sjá einnig tilkynningu frá Síldarminjasafni Íslands vegna þessa máls hér.