Orlofsbyggðin á Illugastöðum 50 ára

Í tilefni þess að nú eru 50 ár liðin frá opnun orlofsbyggðarinnar á Illugastöðum í Fnjóskadal verður haldinn sérstakur Illugastaðadagur sunnudaginn 9. september milli kl. 13:00 og 17:00. Allir eru velkomnir í Orlofsbyggðina á Illugastöðum í Fnjóskadal. Til sýnis verða nokkur hús, það verður ókeypis í sund, boðið verður upp á kaffi og kleinur og grillaðar pylsur.