Orkugöngunni frá Mývatnssveit að Húsavík frestað

Orkugangan er 60 km skíðaganga frá Mývatnssveit að Húsavík. Til stóð að gangan yrði í dag en henni hefur verið frestað vegna veðurs og aðstæðna. Þeir sem hafa greitt skulu hafa samband við Guðmund Friðbjarnarson framkvæmdastjóra Völungs eftir helgi eða senda tölvupóst á info@orkugangan.is eða volsungur@volsungur.is til að fá endurgreitt.