Fullt starf organista er laust við Húsavíkurkirkju, (60%) og Skútustaðaprestakall (20%) og Grenjaðarstaðaprestakall (20%). Best væri að hinn nýi organisti hæfi störf sem allra fyrst. Þetta er nýtt starf og verður mótað í samráði við nýja organistann.

Umsækjendur skulu hafa kirkjutónlistarmenntun frá Tónskóla þjóðkirkjunnar eða sambærilega menntun. Námsvottorð og ferilskrá fylgi umsókninni.

Launakjör eru samkvæmt samningum við FÍH (Félags íslenskra organleikara og þjóðkirkjunnar).

Organistinn stýrir tónlistarstarfi safnaðanna. Hann spilar við helgihald kirknanna og stjórnar kirkjukórunum. Þá tekur hann þátt í safnaðarstarfi eftir því sem aðstæður leyfa.

Umsóknarfrestur um organistastarfið er til 1. nóvember 2020. Umsóknum skal skila til formanns sóknarnefndar Húsavíkurkirkju, Helgu Kristinsdóttur. Netfang hennar: hkjg5252@gmail.com eða í pósti: Helga Kristinsdóttir, Uppsalavegi 33, 640, Húsavík. Helga veitir einnig nánari upplýsingar um starfið í síma 893-2130.