Haldið var létt opnunarmót í golfi hjá Golfklúbbi Ólafsfjarðar á Skeggjabrekkuvelli í blíðskaparveðri í dag. 17 félagar úr GÓ mættu til leiks. Leiknar voru 9 holur, fyrirkomulagið var Texas scramble, höggleikur með forgjöf.
Úrslit urðu eftirfarandi:
1. sæti Sigmundur og Friðrik á 31 höggum
2.-3. sæti Ármann og Þorgeir á 33 höggum
2.-3. sæti Rósa og Sara á 33 höggum
4.-5. sæti Björn og Svava á 34 höggum
4.-5. sæti Jón og Hafsteinn á 34 höggum
6.-8. sæti Konráð og Sigríður á 35 höggum
6.-8. sæti Guðbjörn J. og Guðrún F. á 35 höggum
6.-8. sæti Svavar, Anna Þ. og Jóna Kr. á 35 höggum