Opnunarhátíð kosningamiðstöðvar VG á Akureyri í dag

Opnunarhátíð kosningamiðstöðvar VG á Akureyri verður í dag, sunnudag, kl. 13-17.

  Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir oddviti framboðsins verður á staðnum sem og aðrir frambjóðendur til skrafs og ráðagerða. Inn á milli verða fjölbreytt tónlistaratriði á borð við Kristján Eldjárn & Kristjönu Arngrímsdóttur, Kjass, Ivan Mendez & Aki og Hermann Arason

Við hvetjum öll til að koma og eiga notalega stund með okkur og spjalla um daginn, veginn og samfélagið okkar því stjórnmál snúast um fólk.

Við bjóðum öllum að koma og þiggja kaffi og með því.

Texti: Aðsend tilkynning.