Opnun tilboða í Fjallabyggð

Þriðjudaginn 12. apríl voru opnuð tilboð í þrjú verkefni sem Fjallabyggð auglýsti um miðjan mars mánuð. Um var að ræða malbikunarframkvæmdir, fráveitu og tilboð í dælur og vélbúnað.

Tvö tilboð bárust vegna malbikunarframkvæmda fyrir sumarið 2016. Malbikun KM bauð 64.400.000 kr. og Kraftfag ehf. 68.197.200 kr.

Tvö tilboð bárust í framkvæmdir við fráveitu á Siglufirði.  Árni Helgason bauð 49.821.408 kr. (136%) og Bás ehf. 37.862.304 kr. (103%) Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 36.602.600 kr.

Tvö tilboð bárust í dælur og vélbúnað vegna fráveitu á Siglufirði og í Ólafsfirði . Varma og vélaverk bauð 21.294.381 kr. (86%)og Áveitan ehf. 18.985.200 kr. (76%) Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 24.860.000 kr.

Tilboðin verða lögð fyrir næsta fundi bæjarráðs Fjallabyggðar, þriðjudaginn 19. apríl næstkomandi.

IMG_6494