Opnun Sundlaugar Dalvíkur frestast

Ljóst er að ekki verður hægt að opna sundlaugina á Dalvík þann 19. júlí næstkomandi eins og áætlanir gerðu ráð fyrir.  Ýmsar ástæður eru fyrir því en til dæmis hefur rigningin undanfarið tafið framkvæmdir sem og önnur ófyrirséð verk sem upp hafa komið. Stefnt er á að opna laugina þriðjudaginn 1. ágúst.