Í Listhúsinu í Ólafsfirði eru reglulega haldnar sýningar listamanna sem þar dvelja. Næstkomandi þriðjudag þann 16. júlí kl. 19-21 verður opnun nýrrar sýningar frá kínverskri listakonu að nafni Shan Shan. Hún heldur einkasýningu með nýju efni frá sér. Shan Shan er kvikmyndagerðarmaður, sem vinnur með analog og digital myndir.
Nokkur eldri verk hennar má sjá hér.