Sýningin Tær opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri við Eyjafjörð, laugardaginn 1. ágúst kl. 14.  Á opnunardegi verður lifandi tónlist og veisla í Verksmiðjunni um kvöldið, skipulögð af heimamönnum. Sýningin verður opin þriðjudaga ­ sunnudaga kl. 14:00-­17:00 og mun standa til 30. ágúst.

Olof Nimar, Una Margrét Árnadóttir, Unndór Egill Jónsson og Örn Alexander Ámundason sýna saman í fyrsta skipti í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Leiðir myndlistarmannanna, sem að eiga það sameiginlegt að hafa lært í Svíþjóð, lágu saman í lítilli stúdíóíbúð í Malmö þar sem fyrstu uppköstin að sýningunni urðu til. Þrátt fyrir að vinna í ólíka miðla deila þau áhuga á hinum ýmsu möguleikum og eiginleikum verksmiðjunnar s.s stórbrotnu umhverfi, stærð hennar og hráleika. Á sama tíma sjá þau þetta sem hennar helstu ómöguleika og takmarkanir. Í Verksmiðjunni á Hjalteyri munu þau m.a sýna ný verk sem hafa verið gerð sérstaklega fyrir sýningarrýmið.

11251857_10153443345927829_7806198381459685332_n

Heimild: Myndlistarfélagið.