Ný stofnað fyrirtæki hyggst opna litla matvöruverslun á neðri hæð íbúðarhúsnæðis við Kirkjuveg 18 í Ólafsfirði. Fyrirtækið var stofnað núna í september og hyggst hafa opið kvöld og nætur og allan sólahringinn um helgar til að anna eftirspurn sem hefur verið í samfélaginu.

Búðin er kölluð Glaumbær og fyrirtækið Glaumbær mix ehf. Eigandi er hin rúmenska Alina-Mihaela Streza, og er hún jafnframt eigandi húsnæðisins en þar eru tvær íbúðir.

Hún segir í tilkynningu að verslunin verði opin frá 21-09:00 á virkum dögum en um helgar allan sólahringinn. Sjálf mun hún vinna versluninni.

Búðin er hugsuð fyrir þá sem vantar nauðsynjavörur þegar aðrar verslanir eru lokaðir í bæjarfélaginu. Hægt verður að kaupa brauð, mjólk, gos, sælgæti, þvottaefni, salernispappír og rafhlöður svo eitthvað sé nefnt.

Hún segir að posi sé á leiðinni í næstu viku en þangað til er hægt að greiða með pening eða millifærslu.
Það verður áhugavert að sjá framhaldið á þessari verslun og hvort öll leyfi séu til staðar fyrir þennan rekstur í heimahúsi.
Mynd frá eiganda Glaumbæ.