Opnar leik- og söngprufur fyrir börn í Hofi
Opnar leik- og söngprufur fyrir börn verða haldnar í Hofi á Akureyri dagana 20. – 23. september næstkomandi.
Leitað er að hæfileikaríkum börnum á aldrinum 9-14 ára til að fara með aðalhlutverk í söngleiknum Gallsteinar afa Gissa.
Skráningar standa yfir til fimmtudagsins 20. september.
Hægt er að skrá sig á vef Mak.is.