Íþróttamiðstöðin i Varmahlíð hefur verið opnuð í dag í kjölfar óveðurs og Sundlaugin á Hofsósi opnar í dag kl. 17:00. Þá hefur Héraðsbókasafn Skagfirðinga á Sauðárkróki einnig verið opnað. Ekki raskaðist opnun á Sundlaug Sauðárkróks vegna veðurs og eins og áður var tilkynnt er skólahald í grunn-, leik- og tónlistarskóla á Sauðárkróki með hefðbundnum hætti í dag.
Frá þessu var greint á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar.