Opna fiskmarkað á Sauðárkróki

Samningaviðræður hafa staðið yfir um nokkurt skeið um að komið verði á fót fiskmarkaði við Sauðárkrókshöfn. Stefnt er að því að markaðurinn taki til starfa í ágúst næstkomandi og stendur til að sveitarfélagið Skagafjörður muni leigja fiskmarkaðnum hluta af húsnæðinu að Háeyri 6 sem það hyggst kaupa og nota síðan hinn hlutann af því fyrir starfsemi Sauðárkrókshafnar þar sem veruleg þörf er komin á aukið rými fyrir starfsemi hafnarinnar sem hefur vaxið hratt. Ekki liggur fyrir hversu mikið rými fiskmarkaðurinn þarf í umræddu húsnæði en greining á því mun fara í gang í kjölfar kaupanna, þ.e. meta hvaða rými fiskmarkaðurinn þarf og hversu mikið rými höfnin þarf.