Opið um Ólafsfjarðarmúla

Vegurinn um Ólafsfjarðarmúla og Víkurskarð eru opnir en þar er snjóþekja og éljagangur. Víðast hvar er nokkur hálka eða snjóþekja og sumstaðar enn einhver ofankoma. Þæfingsfærð víða m.a. milli Dalvíkur og Hjalteyrar og þungfært er frá Hofsósi að Ketilási. Unnið er að mokstri.  Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar í morgun.

Lokað á Hólasandi og Dettifossvegi og ófært er yfir Vatnsskarð eystra. Sumstaðar þungfært á sveitavegum en annars hálka og snjóþekja á aðal leiðum.