Opið lengur í sundlauginni á Akureyri og HM sýnt úti

Afgreiðslutími Sundlaugarinnar á Akureyri hefur nú verið lengdur þannig að í sumar verður opið til kl. 21:00 á laugardagskvöldum og 19.30 á sunnudagskvöldum. Aukin aðsókn hefur verið um helgar eftir að nýju vatnsrennibrautirnar voru teknar í notkun og er þetta gert til að létta á álaginu. Þá er nýr heitur pottur einnig mjög vinsæll.

Þá er búið að koma upp 75″ tommu sjónvarpsskjá við nýju heitu pottana og þar verða flestir fótboltaleikirnir á HM sýndir þegar veður og aðstæður leyfa.