Laugardaginn 2. febrúar klukkan 12:00 mun Hestamannafélagið Hringur standa fyrir opnu ísmóti. Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
- Tölt opinn flokkur.
- Tölt opinn flokkur, minna vanir.
- (Mótshaldarar áskila sér rétt að sameina tölt flokka náist ekki skráning í annan hvorn flokkinn.)
- 100 m. skeið, fljúgandi start.
Skráningar skulu berast Bjarna Valdimarssyni á tölvupóstfang bjarni@dalvikurbyggd.is fyrir miðvikudag 30. janúar kl 20:00.
Skráningargjald á fyrstu skráningu pr.knapa er 2.500 kr. en 1.500 kr á næstu skráningar.
Keppni fer fram á Hrísatjörn