Opið inn í Fjallabyggð

Ólafsfjarðarmúli er nú opinn og verið að moka Siglufjarðarveg ,en lokað hefur verið til Fjallabyggðar í rúma 2 daga. Búið er að opna líka Öxnadalsheiðina og Grenivíkurveg.

89 bílar hafa farið um Ólafsfjarðarmúlann í dag en vegurinn hefur verið lokaður síðan 20. mars.  Þá er opið um Héðinsfjarðargöng og hafa 184 bílar farið þar í gegn í dag.