Tindaöxl

Skíðasvæðið í Tindaöxl í Ólafsfirði verður opið í dag, laugardaginn 2.febrúar. Svæðið er orðið nokkuð gott upp að fjórða staur, en grunnt utan troðna leiða samkvæmt upplýsingum frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar. Nánari upplýsingar eru veittar í skíðaskálanum Tindaöxl.

Bárubraut verður troðin kl. 09:00 og einnig verður troðin braut við íþróttahúsið. Í skoðun er að spora á Ólafsfjarðarvatni.