Opið í Skarðsdal

Opið er í skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði í dag páskadag, frá kl. 10-16. Frábærar aðstæður eru á svæðinu að sögn umsjónarmanna. Léttskýjað veður og -2 gráður. Um 1000 manns voru á svæðinu í gær og mjög góð mæting hefur verið þessa páska helgina enda veður mjög gott.

Tíu ára og yngri fá páskaegg eftir að skíða niður frá neðstu-lyftu kl. 13 í dag.

Skíðasvæðið í Skarðsdal