Opið í Skarðsdal í dag

Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði verður opið í dag frá kl. 11:00-15:00. Í tilkynningu frá umsjónarmönnum svæðisins er gert ráð fyrir að tvær lyftur verði opnar. Svæðið opnaði fyrir viku og er skíðatímabilið hafið á Siglufirði. Forsala vetrarkorta er í fullum gangi og hægt að tryggja sér kort tilboði til 3. desember.