Opið hús í Tónskóla Fjallabyggðar
Tónskóli Fjallabyggðar, í samstarfi við félagsmiðstöðina NEON, verður með opið hús í Tónskóla Fjallabyggðar á Siglufirði miðvikudaginn 8. maí. Húsið verður opið frá kl. 15.00 til 17.00 og fram koma nemendur og kennarar Tónskóla Fjallabyggðar. Boðið verður upp á skemmtilega dagskrá, fjöldasöng og fjölbreytt tónlistaratriði.
Félagsmiðstöðin Neon ætlar að bjóða bæjarbúum upp á vöfflur, kaffi og kakó sem þakklætisvott fyrir frábæran stuðning við áheitamaraþon Neons sem var í vetur í Fjallabyggð.
Heimild: tonskoli.fjallabyggd.is