Opið hús í Herhúsinu

Herhúsið á Siglufirði verður með opið hús, föstudaginn 27. október kl. 17:00-18:30. Þar verður hægt að sjá verk eftir listamanninn Andrea Krupp sem dvalið hefur undanfarið í húsinu. Hún býr í Fíladelfíu í Bandaríkjunum en hún mun einnig tala um verkefnið “Northland” sem hún hefur unnið að á Svalbarða og á Íslandi. Andrea mun sýna nýja bók og tala um verk sem eru í vinnslu.