Opið hús í Dalvíkurskóla í dag

Í dag fimmtudaginn 15. mars á milli klukkan 17:00 og 18:30 verður opið hús í Dalvíkurskóla. Stærðfræðin verður í brennidepli á þessu opna húsi og bjóðum við upp á spil af ýmsu tagi, þar á meðal skák. Bókasafn skólans verður einnig opið. Dóra Reimars mun auk þess fjalla um stærðfræðinám almennt og ávinning af því að spila við börn á sal skólans klukkan 18:00. Allir eru velkomnir, nemendur, foreldrar, afar, ömmur, frændur og frænkur.