Á miðnætti var opnað fyrir umsóknir í lögreglufræði fyrir verðandi lögreglumenn og starfsréttindanám í iðjuþjálfun. Háskólinn á Akureyri er eini háskólinn á landinu sem býður upp á nám í lögreglufræði og iðjuþjálfun.

Lögreglufræði fyrir verðandi lögreglumenn veitir réttindi til að starfa sem lögreglumaður. Bóklegt nám fer fram við Háskólann á Akureyri en starfsnám fer fram í Reykjavík og hjá lögregluembættum landsins á vegum Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu (MSL).

Til þess að umsókn teljist gild í lögreglufræði fyrir verðandi lögreglumenn þarf umsækjandi meðal annars að samþykkja að fram fari bakgrunnsskoðun sem framkvæmd er af MSL sbr. 38. gr. lögreglulaga. Ítarlegri upplýsingar um inntökuskilyrði er að finna hér.

Umsækjendur sem uppfylla inntökuskilyrði í HA og koma til greina í starfsnám MSL þurfa að undirgangast læknisskoðun. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel leiðbeiningar um mat á heilbrigði umsækjenda, sem er að finna á vefsíðu MSL. Umsækjendur bera sjálfir kostnað af læknisskoðuninni.