Búið er að opna fyrir skráningu í Fjarðargönguna 2025, sem fram fer dagana 7. og 8. febrúar 2025  í Ólafsfirði. Einnig verður boðið upp á Næturgöngu, en þar er skylda að hafa höfuðljós, en brautin verður einnig upplýst. Uppselt hefur verið undanfarin ár í Fjarðargönguna en aðeins eru 400 rásnúmer fyrir aðalgönguna 8. febrúar.  Keppnishaldari er Skíðafélag Ólafsfjarðar.

Dagskrá:

Föstudagur 7. febrúar
16:00 – 19.00 Sölubásar í íþróttahúsi (Ísfell Húsavík, Fjallakofinn)
16:00 – 18:30 Móttaka keppnisgagna í íþróttahúsinu
19:00 Nætur Fjarðargangan 2025 ræst
Kjötsúpa / grænmetissúpa strax að keppni lokinni
Verðlaunaafhending strax að keppni lokinni
Laugardagur 9. febrúar
08:00 – 14:00 Sölubásar í íþróttahúsi (Ísfell Húsavík, Fjallakofinn)
08:00 – 10:30 Móttaka keppnisgagna í íþróttahúsinu
08:00 – 11:00 Smurningsaðstaða í íþróttahúsi (ekki smurbekkir)

10:00 Barna Fjarðargangan ræst (börn fædd 2016 og yngri)
11:00 Fjarðargangan 2025 ræst
Kjötsúpa / grænmetissúpa strax að keppni lokinni
15:00 Kaffisamsæti og verðlaunaafhending í Tjarnarborg
Verðlaunað er í eftirfarandi aldursflokkum:
30 km, 17-34 ára, 35-49 ára, 50-64 ára, 65 ára og eldri, kvenna og karla.
15 km, þrjú efstu sæti kvenna og karla
Úrdráttarverðlaun verða dregin út í kaffisamsætinu kl. 15:00