Opið á Skíðasvæðinu í Skarðsdal

Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði verður opið frá klukkan 14-19 í dag, föstudaginn 28. desember. Á svæðinu er -2 stiga frost og heiðskírt. Færið er troðinn nýr snjór.

Stefnt er á að opna allar lyftur í dag.